Umsókn um styrk úr Atvinnumálasjóði -

Málsnúmer 202005059

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 104. fundur - 11.05.2020

Fyrir liggur styrkumsókn frá Skúla Birni Gunnarssyni, fyrir hönd Þjónustusamfélagsins á Héraði og Upphéraðsklasans vegna gerðar ferðaþjónustutengds ratleiks sem m.a. væri hægt að nota í snjalltækjum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 350.000 sem tekið verði af lið 1381.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.