Hátíðarhöld og dagskrá 17. júní

Málsnúmer 201903126

Atvinnu- og menningarnefnd - 104. fundur - 11.05.2020

Á fundinn undir þessum lið mættu Anna Dís Jónsdóttir og Dagbjört Kristinsdóttir fulltrúar fimleikadeildar Hattar, en sveitarfélagið er með samning við deildina um framkvæmd hátíðarhaldanna á 17. júní.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að í ljósi Covid 19 og þeirra takmarkana sem í gildi eru varðandi fjöldasamkomur verði hátíðarhöld á 17. júní felld niður þetta árið.
Nefndin felur starfsmanni og fimleikadeild Hattar að vera vakandi fyrir öðrum tækifærum til hátíðarhalda síðar á árinu.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.