Miðstöð fræða og sögu

Málsnúmer 202003097

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 101. fundur - 23.03.2020

Fyrir liggja gögn er varða verkefni um Miðstöð fræða og sögu.
Starfsmanni falið að ljúka sem fyrst gerð samþykkta og samnings um verkefnið og leggja endanleg drög fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Atvinnu- og menningarnefnd - 107. fundur - 24.08.2020

Fyrir liggja drög að stofnskrá fyrir miðstöð fræða og sögu.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 23. mars 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í tillögurnar sem fyrir liggja og felur starfsmanni að kynna þær fyrir forstöðufólki safnanna í Safnahúsinu og Sögufélagi Austurlands. Málið verði síðan tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Atvinnu- og menningarnefnd - 108. fundur - 07.09.2020

Fyrir liggja drög að stofnskrá fyrir miðstöð fræða og sögu.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. ágúst 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að ganga frá stofnskránni með hliðsjón af athugasemdum sem fram komu á fundinum. Að öðru leyti samþykkir nefndin stofnskrárdrögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.