Fundargerð ritaði:Óðinn Gunnar Óðinssonskrifstofustjóri
Í upphafi fundar var óskað eftir því að tveimur málum yrði bætt við dagskrá fundarins. Ákveðið að taka annað málið á dagskrá fundarins og er það númer 3.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur bréf dagsett 19. mars 2020, undirritað af Maríönnu Jóhannsdóttur, fyrir hönd Félags skógarbænda á Austurlandi, þar sem óskað er eftir styrk vegna Skógardagsins mikla 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Skógardagurinn mikli 2020 verði styrktur um kr. 400.000 sem verði tekið af lið 0574.
Fyrir liggja gögn er varða verkefni um Miðstöð fræða og sögu. Starfsmanni falið að ljúka sem fyrst gerð samþykkta og samnings um verkefnið og leggja endanleg drög fyrir nefndina.
Þar sem láðst hefur að senda afgreiðslu erindisins til Hitaveitu Egilsstaða og Fella þegar það var upphaflega tekið fyrir, felur nefndin starfsmanni að koma því til stjórnar HEF hið fyrsta.
Samþykkt samhljóða.