Orkuveita Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201902037

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 82. fundur - 11.02.2019

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén þar sem hvatt er til að gerð verði ítarleg könnun á því hvort hagkvæmt gæti verið að útvíkka starfsemi HEF (Hitaveitu Egilsstaða og Fella) þannig að til verði öflugt fyrirtæki, Orkuveita Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að erindið verði sent stjórn Hitaveitu Egilsstða og Fella til skoðunar og umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 101. fundur - 23.03.2020

Þar sem láðst hefur að senda afgreiðslu erindisins til Hitaveitu Egilsstaða og Fella þegar það var upphaflega tekið fyrir, felur nefndin starfsmanni að koma því til stjórnar HEF hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.