Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

318. fundur 19. ágúst 2020 kl. 17:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
  • Sigrún Blöndal varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 518

Málsnúmer 2006011F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar, sbr. bókun bæjarstjórnar frá 18.06. 2020.

Lagt fram til kynningar.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 519

Málsnúmer 2006014F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar, sbr. bókun bæjarstjórnar frá 18.06. 2020.

Lagt fram til kynningar.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 520

Málsnúmer 2006015F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar, sbr. bókun bæjarstjórnar frá 18.06. 2020.

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem bar fram fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem svaraði fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 521

Málsnúmer 2007002F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar, sbr. bókun bæjarstjórnar frá 18.06. 2020.

Lagt fram til kynningar.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 522

Málsnúmer 2008004F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136

Málsnúmer 2007007F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Aðalsteinn Ásmundarson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 6.6 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 6.2 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.2. og svaraði fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 6.2 og svaraði fyrirspurn. Einnig ræddi hann liði 6.14 og 6.15 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 6.2.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar kynnti Sóley Valdimarsdóttir skipulagsráðgjafi vinnslutillögu fyrir deiliskipulag í Selskógi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði kynnt sem vinnslutillaga fyrir umsagnaraðilum og almenningi.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar kynnti yfirmaður eignasjóðs tillögu að bráðabirgðalausn á kjallarahúsnæði Fellaskóla, til að koma til móts við athugasemdir Brunavarna á Austurlandi. Á fundinum var samþykkt að fela yfirmanni eignasjóðs að kanna hvort sú lausn uppfyllti kröfur um brunavarnir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og felur yfirmanni eignasjóðs að kanna afstöðu Brunavarna á Austurlandi til fyrirliggjandi útfærslu á flóttaleið. Einnig vísar bæjarstjórn málinu til umræðu í fræðslunefnd.
    Bæjarstjórn ítrekar að meðan ekki er búið að bregðast við athugasemdum um brunavarnir í rýminu með framkvæmdum verður það ekki nýtt til kennslu. Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum við rýmið í gildandi fjárhagsáætlun og því ekki fyrirséð að unnt verði að ráðast í þær á yfirstandandi ári.
    Málið er að öðru leyti í vinnslu.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur ósk frá hönnuðum nýs leikskóla í Fellabæ um stækkun lóðar leikskólans. Stækkunin er innan marka landnotkunarreits í aðalskipulagi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila stækkun á lóð fyrir nýjan leikskóla í samræmi við gögn málsins.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning á umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir olíugeyma að Lagarfelli 2 hefur farið fram og bárust tvær athugasemdir við byggingaráformin.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að beina athugasemdum til hönnuðar og senda veitufyrirtækjum og nágrönnum tillöguna til umsagnar vegna minniháttar breytinga sem hafa orðið á henni.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja tvær umsagnir sem bárust við auglýsingu á deiliskipulagstillögu við Tunguás.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tekið verði tillit til fram kominna athugasemda og þeim vísað til ráðgjafa til viðeigandi lagfæringa.
    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás, í samræmi við gögn fundar með áorðnum breytingum.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu, en einn var fjarverandi (A.Á.)
  • Bókun fundar Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var auglýst þann 16. júlí 2020 og var frestur til að skila umsögnum og koma á framfæri ábendingum til 10. ágúst. Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá ein umsögn en komið er fram að önnur umsögn barst fyrir lok umsagnarfrests en rataði ekki á borð nefndarinnar. Þriðja umsögn vegna málsins barst eftir að umsagnarfrestur rann út. Framangreindar umsagnir liggja nú fyrir bæjarstjórn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa öllum umsögnunum til ráðgjafa til yfirferðar og felur umhverfis- og framkvæmdanefnd og starfsmönnum hennar að annast það.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Auglýsingu er lokið, en frestur til að skila inn umsögnum eða athugasemdum var til 4. ágúst. Ein athugasemd barst frá þremur aðilum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa fram kominni athugasemd til ráðgjafa til úrvinnslu. Jafnframt verði óskað eftir því að skipulagsráðgjafi taki saman drög að svörum við þeim athugasemdum sem fram hafa komið við deiliskipulag miðbæjar. Málið verði tekið fyrir á ný hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu svo fljótt sem verða má.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Auglýsingu er lokið frestur til að skila inn umsögnum eða athugasemdum var til 4. ágúst. Tvær athugasemdir bárust.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa fram komnum athugasemdum til ráðgjafa til úrvinnslu og óskar eftir að hann vinni tillögu um með hvaða hætti hægt sé að bregðast við þeim.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir byggingu að Árskógum 32 hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn byggingaráform og heimilar útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir byggingu að Flúðum hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn byggingaráform og heimilar útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir byggingu að Úlfsstaðaskógi 43 hefur farið fram og barst umsögn frá Minjastofnun Íslands

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn byggingaráform og heimilar útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir byggingu að Hvammi 157511 hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn byggingaráform og heimilar útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir byggingu að Hvammi 157511 hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn byggingaráform og heimilar útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur annars vegar beiðni um nýja gangstétt sem afmarki lóð Íþróttamiðstöðvarinnar samhliða Furuvöllum og hins vegar tölvupóstur með tillögum að lausnum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd, þakkar fyrir erindið og samþykkir að fela verkstjóra þjónustumiðstöðvar að ganga frá afmörkun í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Lagt er til að varanleg gangstétt verði gerð í samræmi við endanlega hönnun á svæðinu sem er áætluð á næsta ári.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 18:00.