Umsókn um nýtt rekstrarleyfi v.gistingar/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201410030

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Erindi í tölvupósti dags. 08.10. 2014. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt gistileyfi í fl. I.
Umsækjandi: Gyða Dögg Sigurðardóttir kt. 230684-2519. Starfsstöð: Bláskógar 12, Egilsstöðum.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins, en bendir á að ekki er fyrirhugað að eigandi búi í húsinu og því ætti þetta ekki að vera í flokki I.

Bókun þessi var afgreidd án athugasemda af umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs þann 12. nóv. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (GJ)