Beiðni um tímabundið leyfi frá setu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201411082

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Fyrir liggur bréf frá Sigrúnu Harðardóttur bæjarfulltrúa, þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn. Óskað er eftir að leyfið verði veitt frá og með 1. desember 2014 til og með 31. maí 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigrúnar um tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn skv framansögðu og býður varamann hennar Þórð Mar Þorsteinsson velkominn til starfa í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.