Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði 2015

Málsnúmer 201411039

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 11. fundur - 12.11.2014

Lögð eru fram drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.
Freyr Ævarsson kynnti gjaldskrárbreytingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir eftirfarandi breytingar á gjaldskránni:
Sorphirðu- og sorpförgunargjald verður 24.253,- kr á hverja íbúð í þéttbýli, á lögbýli og íbúðarhús utan þéttbýlis.

Gjald fyrir auka gráa tunnu (undir almennt sorp) verður 8.585,- kr/ár

Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar:
Grófur óflokkaður úrgangur 37,80,- kr/kg
Blandaður úrgangur 32,60,- kr/kg.
Seyra/úrgangur úr fituskiljum 5,60,- kr/kg
Endurvinnanlegt timbur 10,80,- kr/kg
Óendurvinnanlegt timbur 32,60,- kr/kg
Lífrænn úrgangur til jarðgerðar 22,50,- kr/kg
Kjöt og sláturúrgangur 22,50,- kr/kg
Heimilistæki o.fl. 0,00,- kr/kg
Bylgjupappi, dagblöð, tímarit, skrifstofupappír
og annar pappír ótækur til endurvinnslu 32,60,- kr/kg
Olíuúrgangur s.s. ódælanlegur úrgangur og
olíumengaður jarðvegur, tvistur o.fl. 20,00,- kr/kg
Ýmis spilliefni, s.s.málning, lyf, sprautunálar,
flugeldar, úðabrúsar 100,00,- kr/kg
Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar yfir 100 lítrum 6.627,- kr/stk
Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar undir 100 lítrum 1.658,- kr/stk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Gjaldskráin staðfest, en hún var að öðru leyti afgreidd undir lið 1 í þessari fundargerð.