Beiðni um stækkun íbúðarhúsalóðar

Málsnúmer 201411022

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 11. fundur - 12.11.2014

Erindi dagsett 31.10.2014 þar sem Magnús M. Norðdahl hrl. óskar eftir að lóðin Egilsstaðir 6 á Egilsstöðum verði stækkuð úr 0,368 ha. í 0,9860 ha. Fyrir liggur yfirlýsing um stækkun og hnitsettur uppdráttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjandi og felur starfsmanni að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Erindi dagsett 31.10. 2014 þar sem Magnús M. Norðdahl hrl. óskar eftir að lóðin Egilsstaðir 6 á Egilsstöðum verði stækkuð úr 0,368 ha. í 0,9860 ha. Fyrir liggur yfirlýsing um stækkun og hnitsettur uppdráttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjandi og felur starfsmanni nefndarinnar að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.