Barna- og leikskólinn á Eiðum

Málsnúmer 201510167

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 317. fundur - 02.11.2015

Farið yfir umræður fundar sem haldinn var með íbúum í Eiðaþinghá, varðandi framtíðarnýtingu húsnæðis baranaskólans og leikskólans á Eiðum.
Einnig lögð fram áskorun frá kvenfélagi Eiðaþinghár til bæjarstjórnar um áframhaldandi aðgengi nærsamfélagsins að húsnæði barnaskólans.
Bæjarráð samþykkir að málið verði áfram unnið í samræmi við verklagsreglur sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 20.06. 2012.
Að öðru leyti er málinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 318. fundur - 09.11.2015

Málinu vísað frá 317. fundi bæjarráðs, til nánari umfjöllunar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.