Lögð er fram til umræðu skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071. Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2014. Árni Óðinsson mætir á fundinn og kynnir skýrslurnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Árna Óðinssyni fyrir kynninguna. Nefndin telur mikilvægt að fylgst verði áfram með fuglalífi á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Lögð er fram til umræðu skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071. Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með Umhverfis- og framkvæmdanefnd, að mikilvægt sé að fylgst verði áfram með fuglalífi á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.