Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071

Málsnúmer 201508014

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 36. fundur - 25.11.2015

Lögð er fram skýrsla landsvirkjunar LV-2015-071, Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalshéraði árið 2014.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37. fundur - 09.12.2015

Lögð er fram til umræðu skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071. Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2014.
Árni Óðinsson mætir á fundinn og kynnir skýrslurnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Árna Óðinssyni fyrir kynninguna. Nefndin telur mikilvægt að fylgst verði áfram með fuglalífi á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Lögð er fram til umræðu skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071. Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2014.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með Umhverfis- og framkvæmdanefnd, að mikilvægt sé að fylgst verði áfram með fuglalífi á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.