Svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, 72. fundur

Málsnúmer 201511087

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 36. fundur - 25.11.2015

Lögð er fram fundargerð 72. fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs haldinn 19. nóvember 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir athugasemdir Svæðisráðs um fyrirhugaðar breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Nefndin leggur áherslu á að ekki verði dregið úr valdi stjórnar þjóðgarðsins, svæðisráða og þjóðgarðsvarða. Nauðsynlegt svæðisbundið sjálfstæði þjóðgarðsvarða og svæðisráða er í hættu og þannig geti skapast of mikil "miðstýring" miðað við núverandi tillögu að lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 01.12.2015

Lögð er fram fundargerð 72. fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs haldinn 19. nóvember 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd taka undir athugasemdir Svæðisráðs um fyrirhugaðar breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Lögð er áhersla á að ekki verði dregið úr valdi stjórnar þjóðgarðsins, svæðisráða og þjóðgarðsvarða. Nauðsynlegt svæðisbundið sjálfstæði þjóðgarðsvarða og svæðisráða er í hættu og þannig geti skapast of mikil "miðstýring" miðað við núverandi tillögu að lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.