Félagið Villikettir /beiðni um samstarf

Málsnúmer 201608055

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53. fundur - 24.08.2016

Lagt er fram erindi dýraverndunarfélagsins VILLIKETTIR kt. 710314-1790.
Félagið óskar eftir samstarfi Fljótsdalshéraðs og viðurkenningu á aðferðarfræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neuter-Return) eða Fanga-Gelda-Skila.
Meðfylgjandi er bréf félagsins dags. 14.8.2016, Hvað er TNR og kynning á félaginu VILLIKETTIR.
Í samstarfinu felst VILLIKETTIR óska eftir formlegum samningi við Fljótsdalshérað til að ekki sé neinn vafi um heimildir VILLIKATTA til að sinna dýravelferð í bæjarlandi Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið en telur að ekki sé ástæða til að taka þátt í verkefninu að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.