Umsókn um stofnun nýrrar lóðar á Breiðumörk 2, Jökulsárhlíð

Málsnúmer 201608067

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53. fundur - 24.08.2016

Lagt er fram erindi Skarphéðins S. Þórhallssonar fyrir hönd jarðeiganda, Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð/nýjar lóðir, dags. 16.8.2016.
Logg - landfræði og ráðgjöf fyrir hönd Sleðbrjótur hf. óskar eftir að stofna lóð úr Breiðumörk 2, landnúmer 158850. Heiti nýju lóðar verði Breiðamörk 3 og skrá skuli 3 mannvirki á hinu nýju lóð sem verður 1,0 ha að stærð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Lagt er fram erindi Skarphéðins S. Þórhallssonar fyrir hönd jarðeiganda, Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð/nýjar lóðir, dags. 16.8. 2016.
Logg - landfræði og ráðgjöf, fyrir hönd Sleðbrjótur hf. óskar eftir að stofna lóð úr Breiðumörk 2, landnúmer 158850. Heiti nýrrar lóðar verði Breiðamörk 3 og skrá skuli 3 mannvirki á hinni nýju lóð sem verður 1,0 ha. að stærð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.