Beiðni um nafnbreytingu á landi/Eyvindará 3

Málsnúmer 201608042

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53. fundur - 24.08.2016

Lagt er fram erindi Önnu Birnu Snæþórsdóttur, óskað er eftir nafnabreytingu á lóðinni Eyvindará 3, landnr.201328. Nýtt nafn lóðarinnar verði Stakkaberg.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Lagt er fram erindi Önnu Birnu Snæþórsdóttur, óskað er eftir nafnbreytingu á lóðinni Eyvindará 3, landnúmer 201328. Nýtt nafn lóðarinnar verði Stakkaberg.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.