Erindi barst frá Sigurði Halldórssyni fyrir hönd Plastverksmiðjunnar Yls ehf. kt.580516-0250, þar sem hann sækir um lóðina Miðás 26, einnig sé óskað eftir því að lóðin verði nýtt sem geymslulóð.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs erindið til úrvinnslu.
Erindi barst frá Sigurði Halldórssyni fyrir hönd Plastverksmiðjunnar Yls ehf. kt. 580516-0250, þar sem hann sækir um lóðina Miðás 26, einnig er óskað eftir því að lóðin verði nýtt sem geymslulóð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs það til úrvinnslu.
Afturköllun á lóðarúthlutun fyrir Miðás 26. Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 49, þann 8.6.2016 var samþykkt lóðarúthlutun á Miðási 26 sem nú er dregin til baka með vísan í skilmála útsent bréfs Staðfesting lóðarúthlutunar dags. 28.6.2016.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir afturköllun á lóðarúthlutun og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.
Lögð var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd afturköllun á lóðarúthlutun Miðás 26 þann 24.8. 2016. Með vísan í skilmála útsent bréfs, Staðfesting lóðarúthlutunar dags. 28.6.2016, samþykkti umhverfis- og framkvæmdanefnd afturköllun á lóðarúthlutun og fól skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.
Borist hefur ósk frá umsækjanda um frest á afturköllun lóðarúthlutunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir frest til 15. október nk. Að þeim tíma liðnum skal umsókn um lóð Miðás 26 fara aftur fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd, hafi greiðsla ekki borist fyrir lok frests og mun þá afturköllun lóðarúthlutunar vera staðfest.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs erindið til úrvinnslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.