Vetrarþjónusta í þéttbýli

Málsnúmer 201809040

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 97. fundur - 12.09.2018

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag vetrarþjónustu í þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur bygginga- og skipulagsfulltrúa að vinna að því að endurnýja og/eða gera nýja samninga við verktaka í snjómokstri í takti við núverandi fyrirkomulag. Samningarnir skulu gerðir til eins árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kári Ólason sat fundinn undir þessum lið.