Lagðar eru fram hugmyndir að útliti fyrirhugaðra upplýsingaskilta og staðsetningu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir hugmyndir að útliti og gerð skiltastanda og að fyrst um sinn verði farið í endurnýjun á þeim skiltastöndum sem fyrir eru.
Fyrir liggja hugmyndir um útlit skilta í skiltastanda sem voru til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd 11. apríl 2018.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fyrst verði sett upp skilti á gatnamótum Fagradalsbrautar og Tjarnarbrautar með upplýsingum um stofnanir við Tjarnarbraut.
Fyrir liggja hugmyndir um útlit skilta í skiltastanda sem voru áður til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd 11. apríl 2018.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir um útlit skilta og skiltastanda. Áfram verði unnið að verkefninu hjá sveitarfélaginu þannig að endurnýjun á þeim stöndum sem fyrir eru verði lokið á fyrrihluta næsta árs. Nefndin leggur áherslu á að til viðbótar við stofnkostnað við skilti verði hóflegt árgjald innheimt af fyrirtækjum sem kjósa að setja skilti í skiltastanda sveitarfélagsins þannig að auglýsingar fyrirtækja sem ekki lengur eru í rekstri falli sjálfkrafa af skiltastöndum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir hugmyndir að útliti og gerð skiltastanda og að fyrst um sinn verði farið í endurnýjun á þeim skiltastöndum sem fyrir eru.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.