Götuheiti á Hallormsstað

Málsnúmer 201809001

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 97. fundur - 12.09.2018

Fyrir umhverfis- og framkæmdanefnd liggur fyrir að ganga frá götuheitum og staðfangaskrá í þéttbýlinu á Hallormsstað.

Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að ljúka við frágang á götuheitum og staðfangaskrá í þéttbýlinu á Hallormsstað í samráði við hlutaðeigandi aðila.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir það að tillögu sinni að ónefnd gata á Hallormsstað fái heitið Staðargata.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.