Undirbúningur hafinn að gerð starfs- og fjárhagsáætlunar nefndarinnar fyrir árið 2020.
Náttúruverndarnefnd beinir því til bæjarráðs að nefndinni verði markað fjármagn til að sinna verkefnum sínum og að hún vinni eigin fjárhagsáætlun fyrir 2020.
Á 13. fundi náttúruverndarnefndar þann 24. júní 2019 var m.a. bókað: "Náttúruverndarnefnd beinir því til bæjarráðs að nefndinni verði markað fjármagn til að sinna verkefnum sínum og að hún vinni eigin fjárhagsáætlun fyrir 2020." Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí "að vísa tilmælum nefndarinnar til gerðar fjárhagsáætlunar á komandi hausti."
Rætt um gerð starfsáætlunar, einkum með hliðsjón af sameiningu sveitarfélaga og breyttri skipan náttúruverndarmála innan þess. Fram kom að ekki var í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir sérstökum kafla fyrir náttúruverndarnefnd, en gert ráð fyrir einhverjum verkefnum hennar á liðum sem tilheyra öðrum nefndum. Nefndin er sammála um að gerð verði starfsáætlun sem útlisti þau verkefni á málefnasviðinu sem vinna beri að á árinu og hún afgreidd á næsta fundi nefndarinnar.
Náttúruverndarnefnd beinir því til bæjarráðs að nefndinni verði markað fjármagn til að sinna verkefnum sínum og að hún vinni eigin fjárhagsáætlun fyrir 2020.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.