Stórurð til framtíðar. Ástandsúttekt og framtíðarsýn

Málsnúmer 201910190

Atvinnu- og menningarnefnd - 95. fundur - 14.11.2019

Fyrir liggur skýrslan Stórurð til framtíðar, sem er ástandsúttekt og framtíðarsýn fyrir svæðið, unnin af landverðinum Hörn Halldórudóttur Heiðarsdóttur
29.10.2019. Einnig Víknaslóðir til framtíðar, skýrsla landvarða.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar fyrir ágæta greinargerð frá landvörðum. Málið að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Náttúruverndarnefnd - 16. fundur - 20.01.2020

Náttúruverndarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með skýrslur landvarða og þá vinnu sem unnin hefur verið. Nefndin leggur áherslu á að framhald verði á verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.