Hjólabraut á skólalóð

Málsnúmer 202007036

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 64. fundur - 20.08.2020

Fyrir liggur erindi sem barst á Betra Fljótsdalshéraði og snýr að hugmynd um hjólabraut á skólalóð.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar erindinu og vísar hugmyndinni að hjólabraut til þeirrar staðsetningar sem áður hefur verið bókað um, s.s. við Samfélagssmiðju.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.