Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóhanni Karli Briem þar sem lagt er til að frisbígolfaðstaða á Fljótsdalshéraði verði bætt.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að sá möguleiki verði skoðaður að völlur sem gerður var fyrir Unglingalandsmót 2017 verði settur upp í Selskógi ótímabundið.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið og bendir á að í vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Selskóg sem nú er í kynningu, er gert ráð fyrir mögulegu svæði fyrir frisbígolf. Nánari útfærslu þarf að vinna í samráði við áhugasama aðila og íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að sá möguleiki verði skoðaður að völlur sem gerður var fyrir Unglingalandsmót 2017 verði settur upp í Selskógi ótímabundið.
Samþykkt samhljóða með nafnakalli.