Fréttir

Haraldur nældi sér í Íslandsmeistaratitil

Haraldur Gústafsson úr SkAust varð nýverið Íslandsmeistari í bogfimi með sveigboga. Þetta er fyrsti titill Haraldar utanhúss í opnum flokki en hann hefur verið í fremstu röð bogfimimanna hér á landi undanfarin ár. Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann einnig til verðlauna á mótinu.
Lesa

Ráðið í tvær af þrem nýjum stöðum

Á fundi undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem haldinn var þriðjudaginn 21. júlí 2020 var samþykkt að ganga til samninga við Hugrúnu Hjálmarsdóttur um starf framkvæmda- og umhverfisstjóra og Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur um starf verkefnastjóra mannauðsmála í sameinuðu sveitarfélagi.
Lesa

Sumarlokun bæjarskrifstofu 2020

Minnt er á að hefðbundin sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs er frá og með mánudeginum 20. júlí og til með föstudeginum 31. júlí. Þann tíma verður þó svarað í síma bæjarskrifstofunnar 4700700 á hefðbundnum opnunartíma og reynt að greiða úr brýnum erindum.
Lesa

Tilboð óskast í verk

Fljótsdalshérað auglýsir eftir tilboðum í þakklæðningar og burðarvirki í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum.
Lesa

Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

Vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem fram fara þann 19. september og utankjörfundaratkvæðagreiðslna sem hefjast 25. júlí nk. geta þeir námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í umræddum sveitarfélögum sótt um að vera teknir á kjörskrá.
Lesa

Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028

Vegagerðin undirbýr jarðgangagerð undir Fjarðarheiði. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur milli Seyðisfjarðar og annarra byggðarlaga, einkum að vetrarlagi, auka umferðaröryggi og bæta sambúð vegar og umferðar við íbúa og umhverfi. Í tengslum við framkvæmdir vegna Fjarðarheiðarganga hefur Vegagerðin jafnframt skoðað að færa Hringveginn út fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum.
Lesa

Sumar II verður opnuð á laugardag

Seinni sumarsýning Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs verður opnuð í Sláturhúsinu laugardaginn 18. júlí klukkan 16. Sýningin ber nafnið LAND og er samsýning 6 myndlistamanna sem vinna öll með ljósmyndina sem miðil.
Lesa

Hallormsstaðaskóli býður upp á heilsársnám í sjálfbærni og sköpun

Hallormsstaðaskóli á Fljótsdalshéraði býður upp á heilsársnám á sjálfbærni og sköpunarbraut og leggur áherslu á siðfræði náttúrunytja og ábyrga neyslu.
Lesa

Rafmögnuð endurvinnsla á Egilsstöðum

Í desember fór af stað tilraunaverkefni á vegum Umhverfisstofnunar og Úrvinnslusjóðs sem fólst í því að setja sérstaka söfnunarkassa í nokkrar verslanir á landinu, m.a. Bónus og Nettó á Egilsstöðum. Kassarnir eru hannaðir til að taka á móti litlum raftækjum, rafhlöðum og ljósaperum.
Lesa

Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 6. júlí sl. var tekið fyrir erindi frá byggðaráði Skagafjarðar vegna opinbera starfa á landsbyggðinni og eftirfarandi bókun gerð: Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undir bókun byggðaráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, þar sem fjölgun opinberra starfa hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki er fagnað.
Lesa