Sumar II verður opnuð á laugardag

Seinni sumarsýning Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs verður opnuð laugardaginn 18. júlí í Sláturhúsinu.

Sýningin ber nafnið LAND og er samsýning 6 myndlistamanna. Þau sem taka þátt í sýningunni eru;  Daníel Magnússon, Guðmundur Ingólfsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir,  Katrín Elvarsdóttir, Vigfús Birgisson og Þórdís Jóhannesdóttir. Þau vinna öll með ljósmyndina sem miðil en hvert og eitt þeirra nálgast umfjöllunarefni sýningarinnar land / landslag á mismunandi hátt. Austurlandi bregður fyrir í sumum verkanna en flest öll verkin eru ný og hafa ekki verið sýnd áður.

Sýningin opnar formlega klukkan 16:00 á laugardag með ávarpi bæjarstjóra Björns Ingimarssonar og verða listamenirnir til staðar við opnun.

Sýningin stendur til 15.september.

Sýningarstjóri er Ragnhildur Ásvaldsdóttir