Seinni sumarsýning Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs verður opnuð laugardaginn 18. júlí í Sláturhúsinu.
Sýningin ber nafnið LAND og er samsýning 6 myndlistamanna. Þau sem taka þátt í sýningunni eru; Daníel Magnússon, Guðmundur Ingólfsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Vigfús Birgisson og Þórdís Jóhannesdóttir. Þau vinna öll með ljósmyndina sem miðil en hvert og eitt þeirra nálgast umfjöllunarefni sýningarinnar land / landslag á mismunandi hátt. Austurlandi bregður fyrir í sumum verkanna en flest öll verkin eru ný og hafa ekki verið sýnd áður.
Sýningin opnar formlega klukkan 16:00 á laugardag með ávarpi bæjarstjóra Björns Ingimarssonar og verða listamenirnir til staðar við opnun.
Sýningin stendur til 15.september.
Sýningarstjóri er Ragnhildur Ásvaldsdóttir
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.