Fréttir

Ábending um að fóðra ekki hrafna

Til Heilbrigðiseftirlits hefur borist kvörtun um að aðilar fóðri hrafna í útjaðri Egilsstaða. Gögn sem HAUST hefur undir höndum sýna að mikið magn af matarúrgöngum er borið út og að allt að tugur hrafna hópist þar að.
Lesa

Opinn fundur um fráveitumál

Opinn borgarafundur um fráveitumál á Egilsstöðum, í nútíð og framtíð, verður haldinn á Hótel Héraði fimmtudaginn 1. febrúar kl. 17.00.
Lesa

Lífshlaupið 2018 – Fljótsdalshérað etur kappi við Fjarðabyggð

Dagana 31. janúar – 20. febrúar 2018 fer fram vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, en í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni hreyfingu og auka hana eins og kostur er, t.d. með vali á ferðamáta og í frítíma. Á Austurlandi etja bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar kappi og berjast til sigurs.
Lesa

Teflt í Fellaskóla á Skákdegi Íslands

Skákdagur Íslands haldinn víða um land föstudaginn 26. janúar. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara Íslendinga.
Lesa

Fíkn eða frelsi? Málþing – hægt að horfa heima í stofu

Ungmennum, foreldrum, forráðafólki, kennurum, og öðrum er bent á áhugavert málþing á vegum Háskólans í Reykjavík, en hægt verður að fylgjast með því á vefnum. Málþingið, sem ber yfirskriftina „Fíkn eða frelsi? Sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja,“ verður haldið á miðvikudag,
Lesa

Skák í sundlauginni á Skákdegi Íslands

Í tilefni Skákdagsins ætlar starfsfólk sundlaugarinnar á Egilsstöðum að dusta rykið af taflborðinu (sem getu flotið) og taflmönnunum. Hvernig væri að drífa sig í sund og heita pottinn og rifja upp mannganginn? Taflið verður í heita pottinum föstudag, laugardag og sunnudag, 26. til 28. janúar.
Lesa

Bjarni og Sigurbjörg í Skógum fengu Þorrann 2018

Sú hefð hefur skapast síðustu ár að á þorrablóti Egilsstaða er afhentur farandgripurinn Þorrinn sem Hlynur á Miðhúsum hefur skorið út. Í ár voru heiðruð hjónin Bjarni og Sigurbjörg sem kennd eru við verslunina Skóga.
Lesa

Kynningarfundur um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum

Opinn kynningarfundur um hugmyndir um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum, skv. lögum nr. 87/2015, verður haldinn á Hótel Héraði fimmtudaginn 25. janúar klukkan 17.
Lesa

Tómstundaframlag tekið upp - Rozrywka rekreacyjna odbędzie się w Fljótsdalshéraði w 2018 roku

Á fundi bæjarstjórnar þann 17. janúar 2018 voru reglur um tómstundaframlag til barna á Fljótsdalshéraði samþykktar samhljóða. Verður tómstundaframlagið að hámarki 15.000 krónur á hvert barn, 4-16 ára, þ.e. þau sem fædd eru á árunum 2002-2014.
Lesa

Atvinnumálasjóður auglýsir eftir umsóknum

Auglýstir hafa verið til umsóknar styrkir úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs, með umsóknarfresti til 8. febrúar 2018. Markmið sjóðsins er að að efla atvinnutengda starfsemi og búsetu á Fljótsdalshéraði
Lesa