Opinn fundur um fráveitumál

Opinn borgarafundur um fráveitumál á Egilsstöðum, í nútíð og framtíð, verður haldinn á Hótel Héraði fimmtudaginn 1. febrúar kl. 17.00.

Dagskrá fundarins er þannig:

Fundarsetning: Gunnar Jónsson, stjórnarformaður HEF
Rekstrarkostnaður hreinsivirkja: Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri HEF
Sýnataka og mælingar: Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri HAUST
Framtíðarlausn í fráveitumálum: Reynir Sævarsson, Eflu verkfræðistofu
Fyrirspurnir til frummælenda og stjórnarmanna HEF
Fundarstjóri: Jón Jónsson, lögmaður

Fundarritari: Stefán Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri