Fréttir

Forvarnadagur á Héraði 2017

Nemendur í 8.-10. bekkjum allra grunnskóla á Héraði tóku þátt í vel heppnuðum forvarnadegi sem haldinn var á Fljótsdalshéraði á föstudaginn var.
Lesa

Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní

Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní 2017. Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Lesa

Samkeppni um trjálistaverk og námskeið í Vallanesi

Félag skógarbænda á Austurlandi og Fljótsdalshéra efna til samkeppni um listaverk úr trjáviði sem frumsýnd verða á Skógardeginum mikla. Þá verður haldin vinnustofa "Stefnumót við skógarsamfélag" í Vallanesi í júníbyrjun.
Lesa

Hreyfivika UMFÍ hefst á mánudaginn

Hreyfivika UMFÍ hefst á mánudag, 29. maí, og stendur til 4. júní. Það eru Fljótsdalshérað, Íþróttafélagið Höttur og UÍA sem standa saman að Hreyfiviku líkt og undanfarin ár.
Lesa

Ráðið í starf skipulags- og byggingarfulltrúa

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson hefur verið ráðinn í starf skipulags- og byggingarfulltrúa hjá Fljótsdalshéraði.
Lesa

Sumarfjör á Héraði – tómstundastarf fyrir börn og unglinga

Upplýsingar um tómstunda- og íþróttastarf og námskeið ýmis konar sem haldin verða í sumar fyrir börn og unglinga, eru nú aðgengilegar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Lesa

Kjaftað um kynlíf - fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga

Foreldrafélög Brúarásskóla, Egilsstaðaskóla og Fellaskóla bjóða foreldrum upp á fyrirlestur um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga. Fyrirlesturinn verður haldinn í Egilsstaðaskóla, föstudaginn 26. maí 2017, kl.17:30.
Lesa

Nýr framkvæmdastjóri Ormsteitis

Erla Dögg Grétarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Ormsteitis – Héraðshátíðar og hefur hún þegar hafið störf við undirbúning teitisins. Aðalhátíðarhöld Ormsteitisins fara fram dagana 9. – 13. ágúst.
Lesa

Alþjóðlegi rathlaupadagurinn á Fljótsdalshéraði

Alþjóðlegi rathlaupadagurinn verður haldinn um allan heim miðvikudaginn 24. maí 2017, en markmið dagsins er að hvetja til hreyfingar úti í náttúrunni á skemmtilegan hátt og kynna rathlaupaíþróttina.
Lesa

SAFT - fræðsluerindi fyrir foreldra

Fulltrúar frá SAFT, vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga, bjóða foreldrum barna á miðstigi grunnskóla upp á fræðsluerindi í Egilsstaðaskóla klukkan 17:30, miðvikudaginn 24. maí.
Lesa