Fréttir

Ræsing í Fljótsdalshéraði

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Alcoa leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu. Einstaklingar, hópar og fyrirtæki eru hvött til þess að senda inn viðskiptahugmyndir og sækja um þátttöku í verkefninu.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni á miðvikudag

233. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 2. mars 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu.
Lesa

Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir í Valaskjálf

Leikfélag Fljótsdalshéraðs heldur upp á 50 ára afmæli sitt í ár og hefur afmælisárið með farandsýningunni Allra meina bót eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Frumsýning verður í Valaskjálf 26. febrúar og önnur sýning í Miklagarði á Vopnafirði 28. febrúar.
Lesa

Skráning í Tour de Ormurinn hafin

Skráning er hafin í hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn sem fer fram 13. ágúst. Tvær flottar leiðir eru í boði, önnur er 68 km og hin, Hörkutólahringurinn, er 103 km. Boðið er upp á bæði einstaklings- og liðakeppni.
Lesa

Tónleikar í Sláturhúsinu á laugardag

Hljómsveitin MurMur hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og verið dugleg við tónleikahald. Laugardaginn 20. febrúar heldur hljómsveitin tónleika í Sláturhúsinu – menningarsetri á Egilsstöðum. Tónleikarnir á laugardaginn eru liður í Austurlandstúr sem MurMur er að fara í ásamt hljómsveitinni Máni & the Roadkiller.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni miðvikudag 17. febrúar

232. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 17. febrúar 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni
Lesa

Dagur leikskólans á Fljótsdalshéraði

Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert. Þar sem þann dag bar upp á laugardag í þetta sinn var dagsins minnst í leikskólum Fljótsdalshéraðs föstudaginn 5. febrúar.
Lesa

19 menningarverkefni fengu styrk

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar Fljótsdalshéraðs 25. janúar var samþykkt að styrkja 19 menningarverkefni, en umsóknarfrestur var til og með 18. desember 2015. Alls bárust 29 umsóknir með beiðni um styrki að upphæð rúmar 10 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 3.500.000.
Lesa

LME frumsýnir farandsýninguna „Eldhús eftir máli“ í Sláturhúsinu

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir leikritið „Eldhús eftir máli“ á morgun, fimmtudaginn 4. febrúar. Leikritið er byggt á smásögum Svövu Jakobsdóttur en leikgerðina skrifaði Vala Þórsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Halldóra Malin Pétursdóttir.
Lesa

Janúarfréttabréf Tónlistarskólans komið út

Út er komið fréttabréf Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Í því er sagt stuttlega frá viðburðarríku starfi skólans á haustönn og sagt frá því hvað sé framundan á vorönn.
Lesa