Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert. Þar sem þann dag bar upp á laugardag í þetta sinn var dagsins minnst í leikskólum Fljótsdalshéraðs föstudaginn 5. febrúar.
Í Hádegishöfða var boðið upp á kynningu á starfinu milli kl. 9 og 10 þar sem foreldrar og börn fóru saman í gegnum ákveðin verkefni sem eru hluti af daglegu skólastarfi.
Í Tjarnarskógi er venja að nemendur noti daginn til að heimsækja stofnanir í samfélaginu og fór hópur í heimsókn í Egilsstaðaskóla, annar hópur fór í menntaskólann og þriðji hópurinn heimsótti bæjarskrifstofurnar og fræddist um starfsemi bæjarfélagsins.
Á bæjarskrifstofunni tóku bæjarstjóri og fræðslufulltrúi á móti hópnum. Börnin voru dugleg að spyrja um eitt og annað auk þess að koma með ábendingar um það sem þau töldu að betur mætti fara í sveitarfélaginu sínu. Einkum bentu þau á atriði sem varða umferðaröryggi og umgengni enda eru þau talsvert á gangi um Egilsstaði. Þau báðu sérstaklega um að foreldrar væri hvattir til að ganga í skólann með börnunum sínum, það sé bæði hollara og svo verði mikil mengun í góðum veðrum af öllum bílunum!
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.