Fréttir

Öræfahjörðin: Útgáfuhóf í Bókakaffi

Út er komin bókin Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi, eftir Unni Birnu Karlsdóttur sagnfræðing og forstöðumann Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi, á Egilsstöðum. Af þessu tilefni verður haldið útgáfuhóf í Bókakaffi í Fellabæ laugardaginn 2. nóvember klukkan 15:00. Allir eru velkomnir.
Lesa

Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld: Fyrirlestur og sýningaropnun

Ný sýning verður opnuð í Safnahúsinu á Egilsstöðum í dag klukkan 17:30. Sýningin, sem ber yfirskriftina Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld. Við opnunina segir Daníel G. Daníelsson sagnfræðingur frá rannsóknum sínum á efninu
Lesa

Og það varð já!

Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu um að sveitarfélögin fjögur verði sameinuð í eitt. Nafn nýs sveitarfélags liggur ekki fyrir. Ný sveitarstjórn mun velja nafnið en líklegt er að haldin verði íbúakosning þar sem valið verður á milli tillagna frá íbúum.
Lesa

Dagar myrkurs á Fljótsdalshéraði

Dagar myrkurs verða haldnir á Austurlandi dagana 30. október til 3. nóvember. Á Fljótsdalshéraði verður ýmislegt í boði í tilefni.
Lesa

Viðgerðir á Lagarfljótsbrúnni hafnar

Vegagerðin er að byrja á viðgerðum á gólfi brúar yfir Lagarfljót. Ætlunin er að skipta út slitgólfi og neðra gólfi eftir þörfum. Á meðan framkvæmdum stendur verður brúin einbreið á þeim kafla sem verið er að vinna á og umferð verður ljósastýrð.
Lesa

Kjörstaðir sameiningarkosninga 26. október

Laugardaginn 26. október næstkomandi fara fram kosningar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. W sobotę 26 października odbędą się wybory dotyczące połączenia miejscowości: Borgarfjardarhreppur, Djupavogshreppur, Fljotsdalsherad oraz Seydisfjardarkaupstadur. Saturday the 26th of October there will be a public vote on the merger of the municipalities of Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður.
Lesa

Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga

Föstudaginn 25. október klukkan 20 verður sýnd í Sláturhúsinu heimildamyndin Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga. Gósenlandið er þriðja kvikmyndin í röð heimildamynda sem kvikmyndafélagið Gjóla ehf hefur framleitt undir stjórn Ásdísar Thoroddsen, sem beinir augum að sögu og verkmenningu á Íslandi.
Lesa

Skuggakosningar ungmennaráðs

Nýlega stóð ungmennaráð Fljótsdalshérað fyrir skuggakosningum í Menntaskólanum á Egilsstöðum og í efstu bekkjum grunnskóla á Fljótsdalshéraði og í Seyðisfjarðarkaupstað. Á Djúpavogi var kosið í 1. - 10. bekk.
Lesa

Samfélagssmiðjan dagana 21.-24. okt

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var) verða sem hér segir í vikunni 21. til 24. október.
Lesa

Nýr afrekshópur fimleikadeildar Hattar

Nýverið skrifuðu tólf iðkendur fimleikadeildar Hattar, ellefu stúlkur og einn piltur, undir afrekssamning. Einkunnarorð afrekshópsins eru heilbrigði, heiðarleiki og dugnaður.
Lesa