14.10.2019
kl. 17:46
Jóhanna Hafliðadóttir
Í liðinni viku hélt Samstarfsnefnd um sameiningu íbúafundi á hverjum stað, auk þess að funda með nemendum í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Samtals hafa rúmlega 500 manns sótt fundina, auk á annað hundrað sem hafa fylgst með í streymi.
Lesa
14.10.2019
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Kynntar verða niðurstöður úr rannsókninni Hagir og líðan ungs fólks í hátíðarsal Egilsstaðaskóla þriðjudaginn 15. október klukkan 20. Foreldrar barna á aldrinum 12-18 ára eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Lesa
11.10.2019
kl. 16:51
Hrund Erla
302. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 16. október 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
11.10.2019
kl. 11:51
Jóhanna Hafliðadóttir
Íþrótta- og tómstundanefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. október 2019.
Fljótsdalshérað veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna. Við mat á umsóknum er æskulýðsstefna og jafnréttisstefna Fljótsdalshéraðs höfð til hliðsjónar.
Lesa
11.10.2019
kl. 11:40
Jóhanna Hafliðadóttir
Laugardaginn 12. október gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða tvær sýningar fyrir börn í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum milli klukkan 11 og 15.
Lesa
11.10.2019
kl. 09:25
Jóhanna Hafliðadóttir
Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá fyrir kosningar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarhrepps.
Lesa
09.10.2019
kl. 16:13
Jóhanna Hafliðadóttir
Framtíðarþing um farsæla öldrun fer fram í Valaskjálf fimmtudaginn 10. október klukkan 15:00 til 18:00. Markmið þingsins er að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna. Einnig að vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar.
Lesa
09.10.2019
kl. 12:37
Jóhanna Hafliðadóttir
Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víðsvegar í heiminum 10. október ár hvert. Í Sláturhúsinu menningarsetri verður dagskrá helguð deginum og hefst hún klukkan 20:00
Lesa
04.10.2019
kl. 11:15
Jóhanna Hafliðadóttir
Tillaga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður kynnt íbúum sveitarfélaganna dagana 7. til 10. október. Fundurinn á Fljótsdalshéraði fer fram í Valaskjálf mánudaginn 7. október og hefst hann klukkan 18:00.
Lesa
04.10.2019
kl. 11:01
Jóhanna Hafliðadóttir
Frábær vinnudagur var haldinn á skíðasvæðinu í Stafdal sunnudaginn 29. september. Það voru vaskir sjálfboðaliðar úr hópi iðkenda Skíðafélagsins í Stafdal og foreldra þeirra.
Lesa