Framtíðarþing um farsæla öldrun fer fram í Valaskjálf fimmtudaginn 10. október klukkan 15:00 til 18:00. Markmið þingsins er að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna. Einnig að vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar.
Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi hópum: 75 ára og eldri, 55-75 ára, 55 ára og yngri og starfsfólki sem tengist öldrunarmálum. Þátttaka er öllum heimil án endurgjalds. Boðið verður upp á veitingar.
Skráningarfrestur hefur verið framlengdur og hægt að skrá sig í síma 4149500 en einnig með að hringja í Hlymsdali, félagsmiðstöð aldraðra á Egilsstöðum í síma 470-0798 til hádegis á fimmtudag.
Að þinginu standa öll sveitarfélögin á Austurlandi, Landssamband eldri borgara, Öldrunarráð Íslands og heilbrigðisráðuneytið.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.