Fréttir

Dagskrá bæjarstjórnar á miðvikudag

266. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 6. desember og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Vefur Fljótsdalshéraðs fær hæstu einkunn

Vefur Fljótsdalshéraðs fékk flest stig i sveitarfélaga í útekt á opinberum vefjum. Og lesvélin á vefnum hefur verið uppfærð og nú er hægt að velja hvor það sé kven- og karlrödd sem les textann.
Lesa

Austfirsk útgáfa í öndvegi í Safnahúsinu

Hin árlega bókavaka Safnahússins verður haldin í dag, fimmtudaginn 30. nóvember, og hefst klukkan 17. Vakan er árlegur viðburður í húsinu og er samstarfsverkefni safnanna þriggja. Hún er haldinn á neðstu hæð – fyrir framan Héraðsskjalsafnið og er auðveldastur aðgangur að neðan, Tjarnarbrautarmeginn.
Lesa

Nýr ferðaþjónustubíll tekinn í notkun

Nýr bíll fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á Fljótsdalshéraði var tekinn í notkun í dag, 28. nóvember 2017. Nýi bíllinn er af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter 4x4 með fullkomnum lyftubúnaði og í alla staði vel útbúinn til að sinna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Lesa

Frétt um frárennslismál á Fljótsdalshéraði

Vegna fréttar í tíufréttum RÚV 21. nóvember síðastliðinn, þar sem fram kom að engin skólphreinsun fari fram í sveitarfélaginu, vill bæjarráð árétta að sú frétt er ekki sannleikanum samkvæmt þar sem skólphreinsun er til staðar fyrir þéttbýlið á Fljótsdalshéraði og hefur verið um árabil.
Lesa

Ljósaganga UN Women á Egilsstöðum

Ljósaganga UN Women fór fram laugardaginn 25. nóvember klukkan 13 á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir ljósagöngu á Egilsstöðum. Fyrirhugað var að ganga þann 25. nóvember en vegna veðurs var því frestað um viku eða til laugardagsins 2. desember.
Lesa

Símalaus sunnudagur

Á sunnudaginn, þann 26. nóvember, stendur Barnaheill fyrir áskorun um símalausan sunnudag. Þennan dag er skorað á alla að skilja símann við sig og er áskoruninni ætlað að vekja athygli á áhrifum símanotkunar á samskipti fjölskyldunnar. Verður símum stungið ofan í skúffur klukkan níu á sunnudagsmorgni og hann ekki tekinn upp aftur fyrr en í fyrsta lagi klukkan níu um kvöldið.
Lesa

Upplýsingar vegna aflífunar kattar

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aflífunar kattar og umfjöllunar á samfélagsmiðlum vegna þess.
Lesa

Fljótsdalshérað auglýsir styrki til menningarstarfs á árinu 2018

Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 15. desember 2017. Annars vegar er um að ræða verkefnastyrki og hins vegar styrki til almennrar liststarfsemi.
Lesa

Umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað en umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs samþykkti í nóvember 2016 að unnin skyldi slík áætlun fyrir sveitarfélagið.
Lesa