Upplýsingar vegna aflífunar kattar

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aflífunar kattar og umfjöllunar á samfélagsmiðlum vegna þess.

Í yfirlýsingunni er saga málsins rakin og tekið fram að sveitarfélaginu þyki miður að ekki hafi verið breytt samkvæmt settum reglum varðandi vörslu og förgun katta. Farið verði sérstaklega yfir verkferla varðandi mál af þessu tagi og tryggt að slíkt endurtaki sig ekki.

Bent er þó á mikilvægi þess að eigendur skrái dýr sín hjá sveitarfélaginu og láti örmerkja þau.

Yfirlýsinguna í heild má lesa hér.