26.02.2018
kl. 17:49
Jóhanna Hafliðadóttir
Hjólakraftur verður með kynningu og æfingabúðir um helgina í samvinnu við U.M.F. Þrist. Þorvaldur Daníelsson kenndur við Hjólakraft kemur til Egilsstaða og verður með æfingabúðir í hjólreiðum helgina 3.-4. mars fyrir krakka 11 ára og eldri.
Lesa
26.02.2018
kl. 12:07
Jóhanna Hafliðadóttir
Haldnir verða tónleikar í Tónlistarskólanum í Fellabæ miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 18. Fram koma nemendur bæði í rythmiskri og klassískri tónlist og flytja fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum.
Lesa
25.02.2018
kl. 00:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um rafsígarettur (rafrettur/vape/veip) á síðustu misserum. Augljóst er að skoðanir fólks á þeim eru mismunandi. Einhverjir halda fram algjöru skaðleysi rafrettanna, vökvans og gufunnar sem notendur anda að sér. Á meðan aðrir vísa í rannsóknir sem benda til skaðsemi rafrettunotkunar.
Lesa
23.02.2018
kl. 17:18
Jóhanna Hafliðadóttir
Listamaður List án landamæra árið 2018 er Aron Kale. Þetta kemur fram á Facebooksíðu verkefnisins. List án Landamæra er listahátíð sem fagnar fjölbreytileika mannlífsins.
Lesa
21.02.2018
kl. 17:33
Jóhanna Hafliðadóttir
Sex nemendur Tónlistarskóla Egilsstaða lögðu leið sína til Akureyrar þann 9. febrúar til þess að taka þátt í svæðistónleikum Nótunnar fyrir Norður- og Austurland í menningarhúsinu Hofi og þrír þetta taka þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu þann 4. mars.
Lesa
20.02.2018
kl. 15:57
Jóhanna Hafliðadóttir
Leiksýningin Skuggamynd stúlku verður sýnd fyrir nemendur í 7. – 10. bekk í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum fimmtudaginn 22. febrúar. Sýningin er farandsýning á vegum List fyrir alla. Alls verða þrjár sýningar í Sláturhúsinu fyrir nemendur Brúarásskóla, Egilsstaðaskóla, Fellaskóla og Seyðisfjarðarskóla.
Lesa
17.02.2018
kl. 11:49
Jóhanna Hafliðadóttir
269. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 21. febrúar og hefst hann klukkan 17. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
15.02.2018
kl. 08:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Laugardaginn 17. febrúar verður opið hús í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Þá verða Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Vegahúsið ungmennahús kynnt gestum og gangandi frá klukkan 14 til 16.
Lesa
14.02.2018
kl. 14:27
Jóhanna Hafliðadóttir
Leikfélag ME setur upp um þessar mundir söngleikinn „Wake me up before you go go“- söngleik með sítt að aftan. Sýningin er eftir Hallgrím Helgason og er í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar. Frumsýnt verður í Valaskjálf föstudaginn 16. febrúar næstkomandi
Lesa
14.02.2018
kl. 12:03
Jóhanna Hafliðadóttir
Söngvakeppni Samaust var haldin föstudaginn 9.febrúar í Miklagarði á Vopnafirði. Sigurvegari keppninnar annað árið í röð var Anya Shaddock frá Hellinum á Fáskrúðsfirði. Í 2.sæti var Emelía Anna Óttarsdóttir frá Nýung Fljótsdalshéraði og í 3.sæti var Kasia Rymon Lipinska frá Atóm Neskaupsstað.
Lesa