Fréttir

Hjólakraftshelgi fyrir 11 ára og eldri

Hjólakraftur verður með kynningu og æfingabúðir um helgina í samvinnu við U.M.F. Þrist. Þorvaldur Daníelsson kenndur við Hjólakraft kemur til Egilsstaða og verður með æfingabúðir í hjólreiðum helgina 3.-4. mars fyrir krakka 11 ára og eldri.
Lesa

Tónleikar í Tónlistarskólanum í Fellabæ

Haldnir verða tónleikar í Tónlistarskólanum í Fellabæ miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 18. Fram koma nemendur bæði í rythmiskri og klassískri tónlist og flytja fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum.
Lesa

Skilaboð frá forvarnafulltrúum – til umhugsunar!

Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um rafsígarettur (rafrettur/vape/veip) á síðustu misserum. Augljóst er að skoðanir fólks á þeim eru mismunandi. Einhverjir halda fram algjöru skaðleysi rafrettanna, vökvans og gufunnar sem notendur anda að sér. Á meðan aðrir vísa í rannsóknir sem benda til skaðsemi rafrettunotkunar.
Lesa

List án landsmæra 2018 - Aron Kale

Listamaður List án landamæra árið 2018 er Aron Kale. Þetta kemur fram á Facebooksíðu verkefnisins. List án Landamæra er listahátíð sem fagnar fjölbreytileika mannlífsins.
Lesa

Nemendur tónlistarskólans standa sig vel

Sex nemendur Tónlistarskóla Egilsstaða lögðu leið sína til Akureyrar þann 9. febrúar til þess að taka þátt í svæðistónleikum Nótunnar fyrir Norður- og Austurland í menningarhúsinu Hofi og þrír þetta taka þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu þann 4. mars.
Lesa

Farandsýning fyrir unglinga í Sláturhúsinu

Leiksýningin Skuggamynd stúlku verður sýnd fyrir nemendur í 7. – 10. bekk í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum fimmtudaginn 22. febrúar. Sýningin er farandsýning á vegum List fyrir alla. Alls verða þrjár sýningar í Sláturhúsinu fyrir nemendur Brúarásskóla, Egilsstaðaskóla, Fellaskóla og Seyðisfjarðarskóla.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

269. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 21. febrúar og hefst hann klukkan 17. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Opið hús í Sláturhúsinu á laugardag

Laugardaginn 17. febrúar verður opið hús í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Þá verða Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Vegahúsið ungmennahús kynnt gestum og gangandi frá klukkan 14 til 16.
Lesa

Söngleikurnn Með sítt að aftan

Leikfélag ME setur upp um þessar mundir söngleikinn „Wake me up before you go go“- söngleik með sítt að aftan. Sýningin er eftir Hallgrím Helgason og er í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar. Frumsýnt verður í Valaskjálf föstudaginn 16. febrúar næstkomandi
Lesa

Samaust: Anya sigraði annað árið í röð

Söngvakeppni Samaust var haldin föstudaginn 9.febrúar í Miklagarði á Vopnafirði. Sigurvegari keppninnar annað árið í röð var Anya Shaddock frá Hellinum á Fáskrúðsfirði. Í 2.sæti var Emelía Anna Óttarsdóttir frá Nýung Fljótsdalshéraði og í 3.sæti var Kasia Rymon Lipinska frá Atóm Neskaupsstað.
Lesa