Fréttir

Janúarfréttabréf Tónlistarskólans komið út

Út er komið fréttabréf Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Í því er sagt stuttlega frá viðburðarríku starfi skólans á haustönn og sagt frá því hvað sé framundan á vorönn.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni á miðvikudag

231. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 3. febrúar 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Upplýsingar til greiðenda fasteignagjalda

Álagningu fasteignagjalda Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 er lokið. Líkt og á síðasta ári mun sveitarfélagið Fljótsdalshérað einungis senda út útprentaða álagningarseðla vegna fasteignagjalda 2016 til greiðenda 67 ára og eldri og lögaðila. Álagningarseðlana verður hins vegar hægt að sjá í íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, hafi fólk skráð sig þar og eigi virkt lykilorð.
Lesa

Nýr sorphirðusamningur undirritaður

Fulltrúar Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Íslenska Gámafélagsins hafa skrifað undir samning um sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði sem gildir til september 2023
Lesa

Þórhallur og Dagný handhafar Þorrans í ár

Þorrinn var afhentur í 19. sinn á þorrablóti Egilsstaða á bóndadag, föstudaginn 22. janúar 2016, en sú hefð er komin á að hver þorrablótnefnd velur einhvern sem með vinnu sinni hefur gert samfélaginu gagn sem eftir er tekið. Í ár hlutu gripinn Þórhallur Þorsteinsson og Dagný Pálsdóttir.
Lesa

Nytjahús Rauðakrossins flytur

Nytjahús Rauðakrossins á Egilsstöðum flytur sig um set frá Lyngásnum og upp í Dynskóga 4, þar sem verslunin Skógar voru áður til húsa. Nytjahúsið verður opnað á nýjum stað laugardaginn 30. janúar.
Lesa

Ert þú með lögheimili þitt rétt skráð?

Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að skrá lögheimili sitt til samræmis við heimilisfesti og hvar viðkomandi einstaklingur eða fjölskyldur þiggja sína þjónustu. Þjónusta sveitarfélagsins byggir á útsvarstekjum sem þau fá af skráðum íbúum.
Lesa

Leit að nafni á félagsmiðstöð

Við sameiningu félagmiðstöðvanna Afreks og Nýungar í haust var rætt um að hugsanlega færi fram nafnabreyting á nýrri og sameinaðri félagsmiðstöð. Nú hefur verið ákveðið að efna til nafnasamkeppni þar sem unglingar á Fljótsdalshéraði fá tækifæri til að koma með tillögur að nafni félagsmiðstöðvarinnar.
Lesa

Bókasafnsspjallið hefst á ný

Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum á Héraði og Borgarfirði og Soroptimistaklúbbi Austurlands verða á Bókasafni Héraðsbúa á þriðjudögum frá klukkan 17.15 til 18.30 fram á vor 2016. Þeir eru tilbúnir í spjall við fólk, sem er með annað móðurmál en íslensku, að aðstoða það við að skilja íslenskt mál og tjá sig.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni á miðvikudag

230. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 20. janúar 2016 og hefst hann kl. 17.00.
Lesa