Upplýsingar til greiðenda fasteignagjalda

Nú er álagningu fasteignagjalda Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 lokið. Líkt og á síðasta ári mun sveitarfélagið Fljótsdalshérað einungis senda út útprentaða álagningarseðla vegna fasteignagjalda 2016 til greiðenda 67 ára og eldri og lögaðila.

Álagningarseðlana verður hins vegar hægt að sjá í íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, hafi fólk skráð sig þar og eigi virkt lykilorð.

Einnig er hægt að skoða álagningarseðlana á vefnum Ísland.is, en þá þarf að hafa annað hvort íslykilinn eða rafræn skilríki (virkjað debetkort, eða virkjað skilríki í GSM síma) Álagningarseðlana er þar að finna undir Mínar síður – Pósthólf.

Áfram verður hægt að fá útprentaðan álagningarseðil í afgreiðslunni á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, í þeim tilfellum sem greiðendur geta ekki nálgast þá á framangreindan hátt, eða fá hann sendan í tölvupósti og /eða útprentað eintak sent með póstinum.