Fréttir

Skíðasvæðið í Stafdal opið

Skíðasvæðið í Stafdal hefur verið opnað. Það er kominn töluverður snjór í brekkurnar og gott efni í góðan skíðavetur, segir Agnar. Það er opið í dag 30. desember en lokað 31. desember og 1. janúar. Skíðasvæðið verður svo aftur opið 2. janúar milli kl. 17 og 20. Vetrarkort eru seld á tilboði til áramóta.
Lesa

Jól og áramót – opnunartími og viðburðir

Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs verða lokaðar 22. desember, vegna orlofstöku starfsmanna. Aðra virka daga um hátíðarnar verða skrifstofurnar opnar með hefðbundnum hætti. Margir starfsmenn nýta sér þó þennan tíma til að taka ónýtta orlofsdaga, svo að búast má við skertri þjónustu af þeim sökum. Hið árlega jólaball sem haldið er á vegum Lionsklúbbsins Múla og Fljótsdalshéraðs verður í íþróttahúsinu í Fellabæ miðvikudaginn 27. desember frá klukkan 17 til 19.
Lesa

Bæjarskrifstofan verður lokuð á föstudag

Bæjarskrifstofa Fljótsdals verður lokuð föstudaginn 22. desember. Opið á hefðbundnum opnunartíma milli jóla og nýjárs.
Lesa

Tekið á móti timbri í áramótabrennu 29. desember

Áramótabrenna Fljótsdalshéraðs í samstarfi við Björgunarsveitina á Héraði fer fram á Egilsstaðanesi kl. 16.30 sunnudaginn 31. desember, eins og undanfarin ár.
Lesa

Kynning á tillögum um breytingar á aðalskipulagi

Tvær tillögur um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028 verða kynntar á skrifstofu skipulagsfulltrúa mánudaginn 18. desember frá klukkan 10 til 12. Báðar breytingarnar eru kynntar á vinnslustigi, þ.e. mótun tillagnanna er ekki að fullu lokið og óskað er eftir ábendingum um það sem betur má fara.
Lesa

Jólaleyfi bæjarstjórnar

Á fundi sínum 6. desember síðastliðin samþykkti bæjarstjórn að jólafrí bæjarstjórnar hefjist eftir fund hennar 6. desember. Fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju ári verði 17. janúar.
Lesa

Breytt vinnulag hjá Félagsþjónustunni

Í Austurglugganum var í haust viðtal við Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra á Fljótsdalshéraði. Þar segir hún m.a. frá því að unnið sé að innleiðingu „sænska módelsins“ í þeim sex sveitarfélögum sem standa að Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Innleiðing sænska módelsins er að fyrirmynd sveitarfélaganna Herning og Nyborgar í Danmörku þar sem Júlía vann áður.
Lesa

Útsvar: Fljótsdalshérað í 16 liða úrslit

Lið Fljótsdalshéraðs er komið í sextán liða úrslit í Útsvari með sigri á liði Rangárþings ytra í kvöld. Lið Fljótsdalshéraðs fékk 66 stig gegn 62 stigum Rangárþings ytra.
Lesa

Börnin okkar – svefn, hreyfing og mataræði

Michael Clausen barnalæknir verður með fræðsluerindi fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði miðvikudaginn, 13. desember. Erindið ber yfirskriftina Börnin okkar – svefn, hreyfing, mataræði og allt hitt sem gefur þeim heilsu og hamingju.
Lesa

Til styrktar fötluðum börnum og ungmennum

Að venju munu félagar í Soroptimistaklúbbi Austurlands selja kærleikskúlur og jólaóróa frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra nú á aðventunni. Sala þessara muna er árlegt fjáröflunarverkefni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og fær Soroptimistaklúbbur Austurlands 1000 krónur af andvirði hvers hlutar sem selst hér til stuðnings fötluðum börnum og ungmennum á Austurlandi.
Lesa