- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Michael Clausen barnalæknir verður með fræðsluerindi fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði miðvikudaginn, 13. desember. Erindið ber yfirskriftina Börnin okkar – svefn, hreyfing, mataræði og allt hitt sem gefur þeim heilsu og hamingju.
Í erindinu ræðir Michael svefn, hreyfingu og mataræði barna sem og tengsl, bein og óbein, við skjánotkun, tómstundaiðkun, andlega líðan og lífsgæði. Hann hefur um árabil rannsakað fæðuofnæmi og það hvernig mataræði hefur áhrif á hegðun og andlega líðan.
Fræðsluerindið verður haldið í Egilsstaðaskóla og hefst klukkan 17:30.