Fréttir

Áramótabrennu frestað fram á Nýársdag

Vegna slæms veðurútlits á Gamlársdag verður áramótabrennunni frestað fram á Nýársdag. Eldur verður borinn að brennunni kl. 16.30 á Nýársdag. Stuttu síðar, eða kl. 17.00, verður boðið upp á veglega flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar á Héraði.
Lesa

Gamla árið kvatt með áramótabrennu

Árviss áramótabrenna á Fljótsdalshéraði fer fram á nesinu neðan og vestan við kirkjuna og menntaskólann á Egilsstöðum. Eldur verður borinn að brennunni kl. 16.30. Stuttu síðar, eða kl. 17.00, verður boðið upp á veglega flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar á Héraði.
Lesa

Gleðileg jól

Fljótsdalshérað óskar öllum íbúum og starfsmönnum sveitarfélagsins gleðilegra jóla, farsældar á komandi ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa

Viðburðir um hátíðarnar

Hið árlega jólaball sem haldið er á vegum Lionsklúbbsins Múla og Fljótsdalshéraðs verður í íþróttahúsinu í Fellabæ fimmtudaginn 27. desember klukkan 17 til 19.
Lesa

Helgihald um jól í Egilsstaðaprestakalli

Helgihald um jól og áramót í Egilsstaðaprestakalli
Lesa

Íþróttamiðstöðin yfir jól og áramót

Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum verður opin yfir jól og áramót sem hér segir: Þorláksmessa 23. desember, opið Aðfangadagur 24. desember, lokað
Lesa

Afgreiðslutímar á bæjarskrifstofunni um hátíðarnar

Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs verða lokaðar á aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember. Opið verður aðra virka daga um hátíðarnar á hefðbundnum tíma.
Lesa

Grýla og hyski hennar í Sláturhúsinu

Grýla og hyski hennar heiðra okkur með nærveru sinni restina af desember í stóra glugganum í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Ekki eru allir jólasveinar með í för enda uppteknir mjög en Leiðindaskjóða er með og líka hann Rauðhöfði!
Lesa

Yfirlýsing vegna notkunar á ólöglegum frammistöðubætandi efnum

Héraðsþrek og CrossFit Austur skrifa undir yfirlýsingu þar sem notkun stera og annarra ólöglegra frammistöðubætandi efna er fordæmd. Í vikunni var send út yfirlýsing þar sem hópur fyrirtækja í heilsu- og líkamsræktarstarfsemi þar sem notkun frammistöðubætandi efna er fordæmd. Vilja Héraðsþrek og CrossFit Austur, með því að kvitta undir yfirlýsinguna, gefa þau skýru skilaboð að notkun stera og annarra ólöglegra efna sé ekki það sem heilsurækt og heilsuefling á Fljótsdalshéraði stendur fyrir.
Lesa

Samvera um jól og áramót

SAMAN-hópurinn hvetur foreldra og forráðafólk til að njóta samvista með börnum sínum í desember. Nú þegar undirbúningur jólahátíðarinnar er hafinn minna fulltrúar SAMAN-hópsins á að samvera með fjölskyldunni er mikilvægasta forvörnin.
Lesa