Áramótabrennu frestað fram á Nýársdag

Brenna á Egilsstöðum
Brenna á Egilsstöðum

Vegna slæms veðurútlits á Gamlársdag verður áramótabrennunni frestað fram á Nýársdag. Eldur verður borinn að brennunni kl. 16.30 á Nýársdag.  Stuttu síðar, eða kl. 17.00, verður boðið upp á veglega flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar á Héraði. Áramótabrennan á Fljótsdalshéraði fer fram á nesinu neðan og vestan við kirkjuna og menntaskólann á Egilsstöðum.