Fréttir

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

244. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 5. október 2016 og hefst hann klukkan 18:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Geðræktardagur á Austurlandi

Málþing um geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi verður haldinn laugardaginn 1. október á sal Grunnskólans á Reyðarfirði. Málþingið hefst klukkan 10 en húsið verður opnað klukkan 9:30. Áætluð þinglok eru klukkan 13:30. Allir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir og boðið er upp á hressingu.
Lesa

Kynningarfundur: Hagir og líðan ungs fólks á Fljótsdalshéraði

Fimmtudaginn 29.september, klukkan 17:30 verður haldin kynning í Egilsstaðaskóla frá rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknir og greining. Kynntar verða niðurstöður úr rannsókninni Hagir og líðan ungs fólks og er sérstaklega ætluð fagfólki og foreldrum barna í 5. – 10. bekk. Megin viðfangsefni kynningarinnar er lýðheilsa ungs fólks á Fljótsdalshéraði 2016.
Lesa

Rafbíll í matarflutningum á Héraði

Fyrirtækið Sæti ehf, sem sér um aka með mat í leikskóla og grunnskóla fyrir sveitarfélagið, hefur keypt lítinn rafbíl til að sjá um þessa flutninga.
Lesa

Sláturhúsið: Kvikmyndað dansverk og Sumarsýningu að ljúka

Kvikmyndað dansverk, Albertina, verður sýnt í Frystiklefanum á fimmtudaginn klukkan 18:00. Þann dag eru einnig síðustu forvöð að skoða Sumarsýningu Sláturhússins.
Lesa

Bæjarráð fagnar ákvörðun um friðlýsingu

Minjastofnun Íslands friðlýsir Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Friðlýsingin nær til ytra borðs skólahússins ásamt upprunalegum innréttingum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri Höll.
Lesa

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs fær viðurkenningu

Guðrún Frímannsdóttir, félagsmálastjóri Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, ásamt starfsfólki tók nýverið við viðurkenningunni Mannauður ársins frá Ólafi Þór Ævarssyni, geðlækni og öðrum sérfræðingum Forvarna að viðstaddri Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra. Forvarnir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sálfélagslegri vinnuvernd og forvörnum gegn streitu og kulnun í starfi.
Lesa

Vetrartómstundir í boði fyrir börn og unglinga

Upplýsingar um námskeið og tómstundastarf fyrir börn og unglinga sem haldin verða nú í vetur á vegum nokkurra aðila eru aðgengilegar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs
Lesa

Þjóðleikur að fara á stað í fimmta sinn

Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem er haldin annað hvert ár og fer nú fram í fimmta sinn. Verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins, menningarráða og fleiri aðila á landsbyggðinni. Hvaða hópur ungmenna sem er getur tekið þátt í þeim landshlutum þar sem verkefnið er í boði. Þrjú glæný leikrit hafa verið skrifuð sérstaklega fyrir Þjóðleik. Umsóknarfrestur hópa um að fá að vera með rennur út 30. september
Lesa

Skotsvæði lokað vegna smalamennsku

Skotæfingasvæði á Eyvindarárdal, Fljótsdalshéraði er lokað 24. september allan daginn vegna smalamennsku.
Lesa