- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 26.september 2016 var lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 15. september 2016, þar sem tilkynnt er um friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Friðlýsingin nær til ytra borðs skólahússins, ásamt upprunalegum innréttinum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri Höll. Undanþegnar friðlýsingu eru seinni tíma viðbyggingar og múrklæðning á útveggjum.
Á fundinum fagnaði bæjarráð ákvörðun um friðlýsingu þessarar merkilegu byggingar, sem á sér orðið langa sögu í skólahaldi á Fljótsdalshéraði.