Fréttir

Héraðsgarpar - nýtt námskeið á Egilsstöðum

Héraðsgarpar – skemmtilegt námskeið sem hentar öllum. Hefst 5. október og verður til til 10. desember og er fyrir alla þá sem eiga kort í Héraðsþreki.
Lesa

Ný sýning í Sláturhúsinu á laugardag

Margmiðlunarsýningin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og Sláturhúsið.
Lesa

DERRINGUR - dansvinnustofa

Vakin er athygli á nýrri tímasetningu dans- og leiksmiðjunnar Derrings í íþróttahúsi Fellabæjar. Námskeiðið hefst klukkan 16:00 og stendur til kl. 18:00 mánudag til föstudags, 21. - 25. september. Þátttaka er ókeypis og hægt er að skrá sig á mmf@egilsstadir.is og í síma 897 9479.
Lesa

Úrslit í sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningunum

Kosið var til sveitarstjórna í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi á laugardag og einnig var kosið í fjórar heimstjórnir fyrir gömlu sveitarfélögin
Lesa

Menningarverðlaun SSA

Sambands sveitarfélaga á Austurlandi óskar eftir tilnefningum til Menningarverðlauna SSA. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd. Skilafrestur tilnefninga er til 28. september 2020.
Lesa

Samningur vegna Ormsstofu undirritaður

Í gær, 17. september, var undirritaður samningur á milli Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar um „Ormsstofu“, sýningu sem Landsvirkjun ætlar að setja upp í hluta Sláturhússins menningarseturs á Egilsstöðum. Með samningnum greiðir Landsvirkjun Fljótsdalshéraði 100 milljónir króna í fyrirfram greidda húsaleigu til tíu ára í Sláturhúsinu.
Lesa

Samgönguvika 2020 – Veljum grænu leiðina

Í gær, á Degi íslenskrar náttúru, hófst Evrópsk samgönguvika. Í ár er yfirskrift samgönguvikunnar „Veljum grænu leiðina“ en um er að ræða samevrópskt átak sem hvetur til vistvænna samgangna. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Lesa

Sunnefa, sönn saga? - sýnd í Sláturhúsinu

Laugardaginn 19. september frumsýnir leikhópurinn Svipir leikverkið Sunnefa, sönn saga? í Sláturhúsinu. Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Svipir og MMF. Höfundur handrits í samstarfi við leikhópinn er Árni Friðriksson, Þór Tulinius leikstýrir og Egill Ingibergsson hannar leikmynd og lýsingu. Leikkonur eru þær Tinna Sverrisdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir.
Lesa

Opinn framboðsfundur í nýju sveitarfélagi

Austurfrétt/Austurglugginn í samstarfi við sveitarfélagið Fljótsdalshérað, standa fyrir opnum framboðsfundi með fulltrúum framboða til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa

Informacja o wyborach 19 września

Wybory do samorządu lokalnego zrzeszonych gmin Borgarfjörður, Djúpivogur, Fljótsdalshérað oraz Seyðisfjörður odbędą się 19 września 2020 roku. Łącznie zostanie wybranych jedenastu członków do samorządu lokalnego zrzeszonych gmin oraz ośmiu przedstawicieli i ośmiu zastępców w wyborach bezpośrednich do czterech lokalnych Rad Gmin:
Lesa