DERRINGUR - dansvinnustofa

Vakin er athygli á nýrri tímasetningu dans og leiksmiðjunnar Derrings í íþróttahúsi Fellabæjar. Námskeiðið hefst klukkan 16:00 og stendur til kl. 18:00 mánudag til föstudags, 21. - 25. september. Þátttaka er ókeypis og hægt er að skrá sig á mmf@egilsstadir.is og í síma 897 9479 eða bara mæta í íþróttahúsið Fellabæ kl 16:00 í dag.

DERRINGUR (21.-25.september)
Dansvinnustofa fyrir 8-12 ára
Staður: Íþróttahúsið Fellabæ
21-25. september klukkan  16-18

Lifandi og skapandi dansvinnustofa þar sem lagt verður af stað í dansferðalag með dönsurunum, Snædísi Lilju Ingadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur. Þátttakendur ferðast um árstíðirnar og skapa sýningu í gegnum leiki og lifandi myndir. Hvernig dönsum við haust, rok, rigningu, ferðir farfuglanna, uppskeru og þar fram eftir götunum? Hvernig hreyfir náttúran sig og hvernig hreyfir hún við okkur? Þá mun tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen (Hermigervill) skapa hljóðheim með hópnum sem innblásinn verður af árstíðunum fjórum eftir Vivaldi.