28.02.2020
kl. 10:03
Jóhanna Hafliðadóttir
Um helgina verður haldið gönguskíðanámskeið á Egilsstöðum á vegum Skíðafélagsins í Stafdal. Í tengslum við það námskeið gefst krökkum á grunnskólaaldri kostur á að prufa gönguskíði á morgun, laugardaginn 29. febrúar, milli klukkan 12:30 og 14:00 og fá leiðsögn reyndra þjálfara frá skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar.
Lesa
27.02.2020
kl. 17:16
Jóhanna Hafliðadóttir
Lögreglan á Austurlandi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í dag vegna Covid 19 veirunnar: Til að tryggja upplýsingaflæði til farþega í Norrænu og á alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum munu, af hálfu Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, leiðbeiningar sendar þeim með SMS skilaboðum þegar þeir koma til landsins.
Lesa
26.02.2020
kl. 11:48
Jóhanna Hafliðadóttir
Í desember fór af stað tilraunaverkefni á vegum Umhverfisstofnunar og Úrvinnslusjóðs sem fólst í því að setja sérstaka söfnunarkassa í nokkrar verslanir á landinu, m.a. Bónus á Egilsstöðum. Kassarnir eru hannaðir til að taka á móti litlum raftækjum, rafhlöðum og ljósaperum.
Lesa
24.02.2020
kl. 17:47
Jóhanna Hafliðadóttir
Umboðsmaður barna flytur skrifstofu embættisins til Egilsstaða vikuna 9.-13. mars n.k. Markmið flutninganna er að hitta þá sem starfa að málefnum barna í Fljótsdalshéraði og heimsækja skóla á svæðinu. Þó sameining sveitarfélaganna á svæðinu hafi ekki tekið formlegt gildi leggja starfsmenn embættisins einnig leið sína til Seyðisfjarðar, Djúpavogs og Borgarfjarðar eystri.
Lesa
20.02.2020
kl. 16:19
Jóhanna Hafliðadóttir
Um helgina heldur Vegahúsið námskeið fyrir ungmenni sem hafa áhuga á því að læra að verða dýflissumeistarar í hinu geysivinsæla hlutverkaspili Dungeons & Dragons. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Áhugasamirgeta sent fyrirspurnir eða skráningu í gegnum Facebooksíðu Vegahússins eða á netfangið reynirg@fljotsdalsherad.is. Skráningu lýkur klukkan 22:00 föstudaginn 21. febrúar
Lesa
20.02.2020
kl. 09:52
Jóhanna Hafliðadóttir
Haraldur Gústafsson í Skotfélagi Austurlands (SKAUST) kom sá og sigraði á Íslandsmeistaramóti í bogfimi á sunnudaginn og vann Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga karla 50+. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Haraldar. Hann var með hæsta skor í undankeppni 50+ 528 stig, 19 stigum frá Íslandsmetinu í 50+ flokki.
Lesa
19.02.2020
kl. 16:00
Hrund Erla
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 kl. 17:00 verður 308 fundur Bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
19.02.2020
kl. 15:13
Jóhanna Hafliðadóttir
Fimmta árið í röð stefnir Ungmennafélagið Þristur á að fara með hóp krakka, 12 ára og eldri, á hjólreiðaviðburðinn Síminn Cyclothon en hann hét áður WOW Cyclothon. Keppnin fer að þessu sinni fram 23.-26. júní. Hjólaæfingar hefjast í mars og er mikilvægt að allir hjólarar sem hafa áhuga á að fara með í hringferðina verði með frá upphafi.
Lesa
18.02.2020
kl. 13:46
Jóhanna Hafliðadóttir
Kosið verður til sveitarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 18. apríl næstkomandi. Kjósa skal ellefu fulltrúa í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags, auk átta fulltrúa og átta til vara með beinni kosningu í fjórar heimastjórnir sveitarfélagsins. Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninganna rennur út á hádegi laugardaginn 28. mars nk.
Lesa
18.02.2020
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Breytingar hafa orðið á gjaldskrá Skíðasvæðisins í Stafdal. Er nú frítt fyrir öll börn á Skíðasvæðið í Stafdal, 17 ára og yngri, sem búsett eru á Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði. Árgjald fullorðinna hefur lækkað verulega og er einstaklingskort á 15.000 krónur og parakort á 25.000 krónur. Skíðasvæðið er opið alla virka daga nema mánudaga frá klukkan 17 til 20. Á laugardögum er opið frá klukkan 11 til 16 og sunnudögum frá klukkan 10 til 16.
Lesa