Dýflissu- og drekanámskeið í Vegahúsinu

Um helgina heldur Vegahúsið skemmtilegt námskeið fyrir ungmenni sem hafa áhuga á því að læra að verða dýflissumeistarar í hinu geysivinsæla hlutverkaspili Dungeons & Dragons.

Verður það D & D meistarinn Heiðar Berg sem stýrir námskeiðinu í Vegahúsinu 22. og 23. febrúar.
Á námskeiðinu verður kennt hvernig á að vera góður sögumaður og stýra spili fyrir hópa.

Viltu leika heilt þorp, frá öldungi til talandi hænu sem býr yfir dularfullu leyndarmáli? Viltu leiða spilendur þína í gegnum drungalega hella þar sem hætturnar leynast víða?

Skráðu þig á námskeið!

Námskeiðið er frítt en það er takmarkaður þátttakendafjöldi svo þau sem hafa áhuga geta sent fyrirspurnir eða skráningu í gegnum Facebooksíðu Vegahússins eða á netfangið reynirg@fljotsdalsherad.is. Skráningu lýkur klukkan 22:00 föstudaginn 21. febrúar,