Fréttir

Dagar myrkurs á Fljótsdalshéraði

Daga myrkurs er minnst um allt Austurlands í þessari viku með margs konar viðburðum. Á Fljótsdalshéraði er ýmislegt um að vera eins og hér fyrir neðan má sjá. Má þar nefna fjölskylduhjólaferð og rökkurrathlaup, draugasöguupplestur, íslensk-norsk útsaumssýning, villiréttahlaðborð og útgáfu- og afmælistónleikar, jasshátíð, leiklistarhátíð fyrir fullorðna, opið hús í Húsó og sýningin Plastfljótið.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

246. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 2. nóvember 2016 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Lesa

Þjónustuhús í Vatnsskarði tekið í notkun

Í dag, föstudaginn 28. október kl. 14.00 verður þjónustuhús á Vatnsskarði, fyrir ferðamenn, formlega tekið í notkun. Þjónustuhúsið stendur á vesturbrún skarðsins, í um 400 metra hæð, þar sem útsýni er yfir Héraðsflóann, yfir í Smjörfjöll og inn Héraðið þar sem jafnvel má sjá glitta í Snæfellið í góðu skyggni.
Lesa

Kynning á dansnámskeiði fyrir unglinga og fullorðna

Alyona Perepelytsia danskennari verður með kynningu á dansnámskeiði fyrir unglinga og fullorðna í Sláturhúsinu menningarsetri föstudaginn 28. október kl. 17.00. Fyrirhugað er að Alyona bjóði upp á dansnámskeið sem hefjast 2. nóvember og standi fram að jólum.
Lesa

„Fjölmenning eða fordómar?“ í Egilsstaðaskóla

Rauði krossinn, foreldrafélag Egilsstaðaskóla og Egilsstaðaskóli bjóða foreldrum skólabarna á fyrirlesturinn „Fjölmenning eða fordómar?“ í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 26.október 2016 kl. 17:30.
Lesa

Ræsing á Fljótsdalshéraði

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Fljótsdalshérað og Alcoa, efndu til samkeppni í vor vor um góðar viðskiptahugmyndir, undir yfirskriftinni Ræsing á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Skáknámskeið fyrir börn og unglinga

Haldið verður skáknámskeið fyrir börn og unglinga 4.- 5. nóvember í félagsmiðstöðinni Nýung, ef næg þátttaka fæst. Kennari á námskeiðinu er Birkir Karl Sigurðsson, fyrrverandi heimsmeistari unglinga í skólaskák.
Lesa

KVENNAFRÍ 2016 – KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Mánudaginn 24. október næstkomandi, hyggjast konur um land allt leggja niður vinnu kl. 14:38, mæta á samstöðufundi og/eða taka þátt á táknrænan hátt í samstöðu um kröfuna um „kjarajafnrétti strax“. Fljótsdalshérað gerir ekki athugasemdir við það að konur sem starfa hjá sveitarfélaginu taki þátt í þessu og mun ekki skerða launagreiðslur til þeirra vegna viðburðarins.
Lesa

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs um kjörstað við Alþingiskosningar þann 29. október 2016. Við Alþingiskosningar þann 29. október 2016 verður kjörstaður á Fljótsdalshéraði í; Menntaskólanum á Egilsstöðum. Kjörfundur hefst kl. 09.00 og lýkur kl. 22.00
Lesa

Menningarhús á Fljótsdalshéraði - Viljayfirlýsing undirrituð

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 14. október 2016 tillögu Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra um gerð viljayfirlýsingar um áframhaldandi samstarf um undirbúning og fjármögnun að byggingu menningarhúss á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Viljayfirlýsing varðandi málið var undirrituð á Egilsstöðum af mennta- og menningarmálaráðherra og Birni Ingimarssyni bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs sunnudaginn 16. október 2016.
Lesa