31.10.2016
kl. 10:54
Jóhanna Hafliðadóttir
Daga myrkurs er minnst um allt Austurlands í þessari viku með margs konar viðburðum. Á Fljótsdalshéraði er ýmislegt um að vera eins og hér fyrir neðan má sjá. Má þar nefna fjölskylduhjólaferð og rökkurrathlaup, draugasöguupplestur, íslensk-norsk útsaumssýning, villiréttahlaðborð og útgáfu- og afmælistónleikar, jasshátíð, leiklistarhátíð fyrir fullorðna, opið hús í Húsó og sýningin Plastfljótið.
Lesa
28.10.2016
kl. 15:26
Jóhanna Hafliðadóttir
246. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 2. nóvember 2016 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Lesa
28.10.2016
kl. 09:29
Jóhanna Hafliðadóttir
Í dag, föstudaginn 28. október kl. 14.00 verður þjónustuhús á Vatnsskarði, fyrir ferðamenn, formlega tekið í notkun. Þjónustuhúsið stendur á vesturbrún skarðsins, í um 400 metra hæð, þar sem útsýni er yfir Héraðsflóann, yfir í Smjörfjöll og inn Héraðið þar sem jafnvel má sjá glitta í Snæfellið í góðu skyggni.
Lesa
26.10.2016
kl. 17:46
Jóhanna Hafliðadóttir
Alyona Perepelytsia danskennari verður með kynningu á dansnámskeiði fyrir unglinga og fullorðna í Sláturhúsinu menningarsetri föstudaginn 28. október kl. 17.00. Fyrirhugað er að Alyona bjóði upp á dansnámskeið sem hefjast 2. nóvember og standi fram að jólum.
Lesa
25.10.2016
kl. 13:52
Jóhanna Hafliðadóttir
Rauði krossinn, foreldrafélag Egilsstaðaskóla og Egilsstaðaskóli bjóða foreldrum skólabarna á fyrirlesturinn „Fjölmenning eða fordómar?“
í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 26.október 2016 kl. 17:30.
Lesa
25.10.2016
kl. 11:25
Jóhanna Hafliðadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Fljótsdalshérað og Alcoa, efndu til samkeppni í vor vor um góðar viðskiptahugmyndir, undir yfirskriftinni Ræsing á Fljótsdalshéraði.
Lesa
25.10.2016
kl. 09:06
Jóhanna Hafliðadóttir
Haldið verður skáknámskeið fyrir börn og unglinga 4.- 5. nóvember í félagsmiðstöðinni Nýung, ef næg þátttaka fæst. Kennari á námskeiðinu er Birkir Karl Sigurðsson, fyrrverandi heimsmeistari unglinga í skólaskák.
Lesa
21.10.2016
kl. 16:18
Jóhanna Hafliðadóttir
Mánudaginn 24. október næstkomandi, hyggjast konur um land allt leggja niður vinnu kl. 14:38, mæta á samstöðufundi og/eða taka þátt á táknrænan hátt í samstöðu um kröfuna um „kjarajafnrétti strax“. Fljótsdalshérað gerir ekki athugasemdir við það að konur sem starfa hjá sveitarfélaginu taki þátt í þessu og mun ekki skerða launagreiðslur til þeirra vegna viðburðarins.
Lesa
17.10.2016
kl. 14:38
Jóhanna Hafliðadóttir
Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs um kjörstað við Alþingiskosningar þann 29. október 2016. Við Alþingiskosningar þann 29. október 2016 verður kjörstaður á Fljótsdalshéraði í; Menntaskólanum á Egilsstöðum. Kjörfundur hefst kl. 09.00 og lýkur kl. 22.00
Lesa
17.10.2016
kl. 09:53
Jóhanna Hafliðadóttir
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 14. október 2016 tillögu Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra um gerð viljayfirlýsingar um áframhaldandi samstarf um undirbúning og fjármögnun að byggingu menningarhúss á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Viljayfirlýsing varðandi málið var undirrituð á Egilsstöðum af mennta- og menningarmálaráðherra og Birni Ingimarssyni bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs sunnudaginn 16. október 2016.
Lesa